Yfirlestur.is er vefur sem rýnir íslenskan texta.
-
Yfirlestur.is les íslenskan texta og finnur—með sjálfvirkum hætti—ýmislegt sem betur mætti fara í stafsetningu og málfari.
Vefurinn bendir á stafsetningarvillur, þ.e. orðmyndir sem ekki finnast í orðabókum (einkum Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls) og eru jafnframt ólíklegar til að vera gild samsett orð. Einnig finnur hann samhengisháðar villur, svo sem að ýmsu ?leiti og á næsta ?leyti, tvöfölduð orð (eru eru), ranga notkun hástafa og lágstafa (Þetta er ?Franskt rauðvín), o.m.fl.
Markverðasta nýjungin er þó sú að Yfirlestur.is kemur auga á ýmis málfræðileg atriði sem betur mættu fara. Til dæmis finnur vefurinn tilvik þar sem sagnir eru notaðar með frumlagi í öðru falli en réttast þykir, svo sem ?Manninum á verkstæðinu vantaði hamar og ?Litla drenginn með rauðu slaufuna hlakkaði til jólanna. Þá grípur hann misræmi milli eintölu og fleirtölu á borð við Fjöldi stuðningsmanna KR ?fögnuðu að leik loknum og Einn af leiðangursmönnunum ?sögðu að ferðin hefði verið erfið.
Þótt Yfirlestur.is sé að ýmsu leyti öflugri en sambærileg tól sem áður hafa boðist fyrir íslensku er hann ekki fullkominn og á eftir að þróast áfram í samstarfi við notendur. Ábendingar um endurbætur eru vel þegnar í tölvupósti á mideind@mideind.is.
Yfirlestur.is er meðal afurða Greynis-verkefnisins, sem unnið er að hjá Miðeind ehf.
-
Textinn sem er settur inn er hvergi geymdur, sendur áfram eða sýnilegur öðrum en þér. Nánari upplýsingar er hægt að finna í persónuverndarstefnu Miðeindar.
-
Höfundaréttur © 2022 Miðeind ehf.
Útgáfa 2024-05-28 14:06 • e49327c • GreynirCorrect 3.4.6 • Greynir 3.5.3 • Tokenizer 3.4.2 • Python 3.9.15 (PyPy) • LinuxYfirlestur.is byggir á málrýnihugbúnaðinum GreynirCorrect, sem er opinn og frjáls Python-pakki. Bæði Yfirlestur.is og GreynirCorrect eru undir MIT hugbúnaðarleyfi.
-
Yfirlestur.is nýtir hugbúnað og gögn sem þróuð eru sem hluti af 5 ára máltækniáætlun stjórnvalda til stuðnings máltækni fyrir íslensku.
-
Yfirlestur.is byggir á opnum gögnum Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls (BÍN). Höfundarrétt að BÍN á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. BÍN er notuð í Greyni og á þessum vef samkvæmt skilmálum SÁM.